Fótbolti

Sjáðu risastóran fána klúðra málunum fyrir myndbandadómaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stórir fánar geta verið til vandræða í stúkunni. Myndin tengist samt fréttinni ekki beint.
Stórir fánar geta verið til vandræða í stúkunni. Myndin tengist samt fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Myndbandadómarinn er nýtt starfsheiti í fótboltanum en úr þessu kemur fátt í veg fyrir það að slíkir dómarar verði í dómararhópnum á flestum stórleikjum fótboltans í framtíðinni.

Það geta hinsvegar komið upp tilfelli þar sem myndbandadómarinn getur ekki hjálpað dómaratríóinu niðri á vellinum.

Slíkt gerðist einmitt í leik Aves og Boavista í portúgölsku deildinni í gærkvöldi.







Aves vann 3-0 sigur á Boavista í leiknum en þriðja markið hjá Aves var mjög umdeilt enda af því mikil rangstöðulykt.

Dómari leiksins vildi því fá aðstoð frá myndbandadómaranum sínum en þegar hann ætlaði að fara að skoða upptökuna þá kom upp vandamál.





Einn stuðningamaður á pöllunum var nefnilega með einn risafána og sá fáni klúðraði málunum fyrir myndbandadómarann í markinu. Myndbandadómarinn gat ekki staðfest um hvort að það hafi verið rangstaða eða ekki. Fáninn var alltaf fyrir.

Dómari leiksins dæmdi því markið gilt þrátt fyrir mikil mótmæli frá leikmönnum Boavista. Það var síðan kaldhæðni örlaganna að það var Boavista fáni sem sá til þess að markið fékk að standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×