Tottenham sigraði United með yfirburðum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Christian Eriksen var einni sekúndu frá því að jafna met Ledley King með fljótasta marki  úrvalsdeildarinnar
Christian Eriksen var einni sekúndu frá því að jafna met Ledley King með fljótasta marki úrvalsdeildarinnar visir/getty
Tottenham vann verðskuldaðan sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir frábæra byrjun með næst fljótasta marki í sögu deildarinnar.

Langur bolti fram eftir upphafsspyrnuna lenti á kollinum á Harry Kane sem hitti boltann illa. Hann féll þó fyrir fæturnar á Dele Alli sem átti lélegt skot. Frákastið datt fyrir Christian Eriksen sem skoraði fram hjá steinrunnum David de Gea. Þetta gerðist allt á 11 sekúndum. Næst fljótasta mark úrvalsdeildarinnar staðreynd, það fljótasta var 10 sekúndur.

United átti ágætis færi til þess að jafna snemma í hálfleiknum þegar Jesse Lingard komst í færi en honum tókst ekki að skora og Phil Jones gaf Tottenham annað mark sitt eftir aðeins 28. mínútur. Þá ákvað hann að reyna að hreinsa fyrirgjöf frá vinstri með hægri fæti sínum, í stað þess vinstri, svo hann skoraði hið fínasta framherjamark í stað þess að hreinsa boltann frá marki sínu. Verst það var í vitlaust net, Tottenham komið tveimur mörkum yfir.

Þannig var staðan í leikhléi og höfðu heimamenn verið mun sterkari í fyrri hálfleik. Yfirburðir þeirra héldu bara áfram í seinni hálfleiknum. Romelu Lukaku átti ágætis skot sem Hugo Lloris varði snemma í seinni hálfleik, en fyrir hvert eitt færi sem United átti bjuggu Tottenham menn sér til tvö. Þeir voru miklu hættulegri og spiluðu mun betur allan leikinn.

Nýi maðurinn Alexis Sanchez gerði ekki mikið í sínum fyrsta deildarleik, hann snerti boltann aðeins tvisvar á vallarhelming Tottenham allar 90 mínúturnar.

Með sigrinum minnkaði Tottenham bilið í Liverpool og Chelsea í tvö stig. Manchester United missti Manchester City hins vegar aftur í 15 stiga forystu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira