Enski boltinn

Chelsea keypti Palmieri frá Roma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Palmieri fagnar með El Shaarawy. Hann gerir það ekki aftur á næstunni.
Palmieri fagnar með El Shaarawy. Hann gerir það ekki aftur á næstunni. vísir/getty
Chelsea er búið að styrkja sig en félagið greiddi Roma tæpar 18 milljónir punda fyrir brasilíska Ítalann Emerson Palmieri.

Hann er 23 ára gamall og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Chelsea. Palmieri er fæddur og uppalinn í Brasilíu en er kominn með ítalskt vegabréf og ætlar að spila fyrir ítalska landsliðið í framtíðinni.

Hann var mjög öflugur í liði Roma í fyrra en hefur aðeins leikið þrisvar sinnum í vetur þar sem hann er nýbyrjaður að spila eftir meiðsli.

„Það er draumur að rætast að fá að spila fyrir lið eins og Chelsea. Ég hef fylgst með enska boltanum síðan ég var 15 ára og boltinn á Englandi er fallegur,“ sagði Palmieri.

Ensku félögin eru með þessum kaupum búin að eða 270 milljónum punda í leikmenn í janúar. Það styttist í að 300 milljón punda múrinn falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×