Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íslenska konu sem greindist með krabbamein og segist hafa sparað um þrjár milljónir króna með því að leita til tannlæknis í Póllandi frekar en hér á landi. Tannlæknakostnaður krabbameinssjúklinga er ekki niðurgreiddur ef tannheilsa þeirra var slæm fyrir.

Þá segjum við frá því að Wow Air reiknar með að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent samdrætti á sama tímabili.

Við hittum starfsmann í gjaldskýli Hvalfjarðarganga sem missir vinnuna á næstunni, líkt og annað starfsfólk við göngin. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem útfærslur voru ræddar. Starfsfólk gjaldskýlisins telur að þjónustustigið á staðnum muni minnka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×