Innlent

Neitar því að hafa nauðgað pilti ítrekað

Samúel Karl Ólason skrifar
Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. vísir/gva
Maður á sextugsaldri neitaði því í dag að hafa nauðgað 18 ára pilti minnst sex sinnum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum og eru brotin sögð ná frá byrjun árs 2015 til byrjunar þessa árs.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir ítrekuð brot gegn piltinum sem eiga að hafa átt sér stað yfir tveggja ára skeið. Hann var einnig ákærður fyrir að taka ítrekað ljósmyndir og myndbönd af piltinum á kynferðislegan og klámfengin hátt.



Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar í lok janúar kom fram að pilturinn hafði sagt lögreglu að maðurinn hefði dælt í sig lyfjum og brotið gegn sér. Þeir höfðu verið saman á gistiheimilum í nokkra daga og sagðist pilturinn lítið sem ekkert muna eftir því vegna lyfjaneyslu og hann hefði verið nánast meðvitundarlaus í viku. Hann sagði manninn hafa meðal annars keypt fyrir sig Sanex og marijúana. Þar að auki hafi hann gefið honum jakkaföt, bol og síma.

Sjá einnig: Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum



Pilturinn sagðist hafa sent frá sér skilaboð eftir að maðurinn talaði við hann um að þeir hefðu stundað kynlíf. Hann man ekki eftir slíku og hafi verið rænulaus á meðan.

Hann var fluttur á neyðarmóttöku þar sem í ljós kom að hann hafi verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna og lyfja.

Við leit í bíl mannsins fundust lyf, erlendur gjaldeyrir, kassi af nýjum síma, sleipiefni og kortaveski með ýmsum kortum. Þar á meðal korti merktu fyrri piltinum sem maðurinn var ákærður fyrir að brjóta gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×