Fótbolti

Kolbeinn: Draumurinn að komast með landsliðinu á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í viðtalinu í Katar.
Kolbeinn í viðtalinu í Katar.
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur verið lengi frá vegna meiðsla en er á góðum batavegi. Hann stefnir á að geta spilað með félagi sínu á ný síðar í þessum mánuði.

Kolbeinn hefur verið í endurhæfingu vegna hnémeiðsla í Katar og á dögunum var birt viðtal við hann hjá íþróttasjúkrahúsinu sem hefur aðstoðað hann við að komast í form.

„Ég vil vera tilbúinn til þess að spila í janúar,“ segir Kolbeinn sem síðan setur stefnuna á að komast aftur í íslenska landsliðið fyrir HM.

„Það er draumur hjá mér eins og öllum að komast á HM. Ég er að undurbúa mig fyrir það. Ég get vonandi verið með en það er langt í land hjá mér. Ég er samt jákvæður.“

Kolbeinn segir einnig í viðtalinu hér að neðan að íslenska landsliðið setji markið alltaf hátt og eigi að gera það áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×