Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sem lýsir yfir áhyggjum vegna fjölda morða á Íslandi á síðasta ári. Fjögur morð voru framin á árinu 2017 og hafa ekki verið fleiri síðan 2004. Morðtíðnin á Íslandi nálgast nú það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.

Það getur reynst þolendum kynferðisbrota andlega erfitt ef þrýstingi til að tala við lögreglu, gefa skýrslu eða kæra brot. Að sama skapi eru meiri líkur á að mál upplýsist og jafnvel leiði til ákæru ef lögregla getur hafið rannsókn strax. Þetta segir Jón H.B. Snorrason saksóknari við embætti ríkissaksóknara.

Fimbulkuldi ríkir enn í Norður Ameríku og er miklum frosthörkum spáð á Austurströndinni í kvöld.

Og jólin verða kvödd með viðeigandi hætti víða um land í kvöld. Fréttastofa Stöðvar 2 verður í beinni útsendingu frá álfabrennu í Grafarvogi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×