Erlent

Forstjóri NSA lætur af embætti

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Rogers var tilnefndur af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2014.
Rogers var tilnefndur af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2014. Vísir/AFP
Mike Rogers, forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hefur ákveðið að láta af embætti á næstu mánuðum. Business Insider greinir frá.

Rogers tilkynnti ákvörðun sína í gær en hann hefur gegnt embættinu í fjögur ár. Donald Trump kemur til með að tilnefna eftirmann Rogers í þessum mánuði. Rogers var tilnefndur af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2014. 

Samkvæmt upplýsingum frá The Washington Post hafa hundruð starfsmanna stofnunarinnar hætt frá árinu 2015 vegna lágra launa og óánægju í starfi. 

Rogers var einn af höfundum skýrslu þar sem fram kom að rússnesk stjórnvöld hefðu haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá stóð hann í ströngu þegar uppljóstrarinn Edward Snowden lak upplýsingum frá stofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×