Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem ungur maður lét lífið í gær, hættulegan og bráðnauðsynlegt sé að skilja að akstursstefnur þar. Áform um úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, sem hefur nú fengið svarbréf dómnefndar um hæfni dómara, eftir athugasemdir sem hann gerði við umsögn nefndarinnar um umsækjendur héraðsdómaraembætta.

Loks kíkjum við á útsölur og skoðum dráttarbátinn Magna, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi. Hann hefur legið undir skemmdum en er á leið í slipp svo bjarga megi skipinu frá eyðileggingu. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×