Enski boltinn

Endurtekning á úrslitaleiknum 2013

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wigan hefur unnið síðustu tvær bikarviðureignir sínar gegn Manchester City
Wigan hefur unnið síðustu tvær bikarviðureignir sínar gegn Manchester City Vísir/Getty
Tottenham gæti mætt þriðju deildar liði Rochdale í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, en dregið var í viðureignirnar í kvöld.

Tottenham er þó ekki komið í 16-liða úrslitin því liðið þarf að spila aftur við Newport því liðin skildu jöfn um helgina. Rochdale er ekki heldur komið í 16-liða úrslitin, einvígi Rochdale og Millwall er heldur ekki lokið vegna jafnteflis á laugardaginn.

Liðin sem spiluðu til úrslita fyrir fimm árum síðan, Wigan og Manchester City, drógust saman. Wigan vann þann leik 1-0.

Chelsea fær Hull City í heimsókn á Stamford Bridge og Manchester United mætir annað hvort Huddersfield eða Birmingham.

Þá verður úrvalsdeildarslagur milli West Bromwich Albion og Southampton.

16-liða úrslitin fara fram dagana 16.-19. febrúar.

Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar:

Sheffield Wednesday - Notts County eða Swansea

West Brom - Southampton

Chelsea - Hull City

Leicester - Sheffield United

Huddersfield eða Birmingham - Manchester United

Millwall eða Rochdale - Newport eða Tottenham

Brighton - Coventry

Wigan - Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×