Enski boltinn

Pep: Getum ekki borgað svona laun

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að City geti ekki keppt við Manchester United þegar kemur að launum leikmanna.

Eins og vitað er gekk Alexis Sanchez til liðs við Manchester United eftir að hafa verið orðaður við Manchester City frá því í sumar en Pep segir að City hafi dregið áhuga sinn til baka á Alexis vegna þeirra launa sem United var tilbúið að bjóða honum sem eru talin vera um 350 þúsund pund á viku.

„Við getum ekki borgað slíkar upphæðir í laun. Það mun kannski breyast í framtíðinni, en eins og er þá getum við ekki borgað svona mikið, það er sannleikurinn.“

„Þess vegna þurfum við öflugt unglingastarf. Auðvitað höfum við eytt mikið af pening, en við eyðum alveg jafn mikið af pening og önnur lið. Trúið mér, við erum ekki eina liðið í heiminum sem eyðir miklum pening.“

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao en kaupverðið er talið vera um 57 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×