Enski boltinn

„Arsenal verður að borga rétta upphæð“

Dagur Lárusson skrifar
Ætli Aubameyang endi hjá Arsenal?
Ætli Aubameyang endi hjá Arsenal? vísir/getty
Sky Sport greinir frá því að Dortmund sé aðeins tilbúið að leyfa Aubameyang að fara til Arsenal ef enska félagið sé tilbúið að borga rétta upphæð fyrir hann.

Viðræður milli Dortmund og Arsenal byrjuðu í byrjun þessara viku en félögin eiga ennþá eftir að komast að samkomulagi og er það talið vegna þess að Arsenal sé ekki tilbúið til þess að greiða upphæðina sem Dortmund er að biðja um.

„Arsenal eru búnir að bjóða nokkrum sinnum í hann en við höfum hafnað öllu. Þeir verða að borga þá upphæð sem við erum með í huga eða þá að Aubameyang fer ekki frá Dortmund,“ sagði Michael Zorc sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund.

„Það er það sem við höfum samt leikmanninum og fjölskyldu hans og þau hafa sætt sig við það.“

Upphæðin sem Dortmund vill er talin vera um 60 milljónir punda.


Tengdar fréttir

Zorc: Aubameyang er í okkar framtíðarplönum

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, Michael Zorc, segir að fréttir þess efnis að Pierre-Emerick Aubameyang sé á leið frá félaginu til Arsenal séu bull.

Leikmannaskiptin sem allir eru að tala um

Alexis Sánchez er á förum frá Arsenal til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Skiptin virðast henta báðum liðum ágætlega. Stuðningsmenn United vonast til að Sánchez valdi treyjunúmerinu sjö sem margar hetjur hafa haft á bakinu. Mkhitaryan byrjaði vel í vetur, gaf svo eftir en ætti að finna fjölina sína hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×