Batshuayi skoraði tvö er Chelsea komst áfram

Dagur Lárusson skrifar
Michy Batshuayi fagnar í dag
Michy Batshuayi fagnar í dag Vísir/Getty
Belginn Michy Batshuayi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Chelsea á Newcastle í enska bikarnum í dag.

Liðsmenn Newcastle mættu ákveðnir til leiks og spiluðu vel til að byrja með og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri.

Það leið þó ekki á löngu fyrr en Chelsea tók völdin á vellinum. Á 31. mínútu átti Chelsea flotta skyndisókn sem endaði með því að Belginn Michy Batshuayi skilaði boltanum í netið og kom sínum mönnum í forystu.

Allt stefndi í það að staðan yrði 1-0 í leikhlé þar til Chelsea vann boltann á vallarhelmingi Newcastle á 44. mínútu. Hazard, Pedro og Michy Batshuayi spiluðu þá á milli sem endaði með því að Batshuayi skoraði, en skot hans fór af varnarmanni og inn.

Marcos Alonso skoraði síðan þriðja mark Chelsea beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu og innsiglaði sigur Chelsea sem er nú komið áfram í fimmtu umferð bikarsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira