Yeovil náði ekki að halda út gegn United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez þreytti frumraun sína í búningi United í kvöld, en hann spilaði um 70 minútur.
Alexis Sanchez þreytti frumraun sína í búningi United í kvöld, en hann spilaði um 70 minútur. vísir/getty
Manchester United átti ekki í vandræðum með D-deildar lið Yeovil í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld.

Yeovil byrjaði leikinn vel en gæði United sýndu sig á loka metrunum þegar menn Jose Mourinho kláruðu leikinn.

Fyrsta höggið kom þegar Marcus Rashford skoraði undir lok fyrri hálfleiks og tryggði United eins marks forystu í hálfleik eftir að heimamenn höfðu varist vel.

Ander Herrera skoraði annað mark United á 61. mínútu og við það slökknaði aðeins á leikmönnum Yeovil og þreytan fór að segja til sín þegar vonin um að ná bikarævintýri var orðin mjög lítil.

Varamaðurinn Jesse Lingard sem hafði komið inn á fyrir Alexis Sanchez þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum bætti þriðja markinu við á 89. mínútu áður en Romelu Lukaku sló rothöggið í uppbótartíma, 4-0 sigur United.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira