Fótbolti

Mourinho: Madrid logar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og Mourinho unnu saman þegar sá síðarnefndi stýrði Madridarliðinu
Ronaldo og Mourinho unnu saman þegar sá síðarnefndi stýrði Madridarliðinu vísir/getty
Jose Mourinho telur ólíklegt að hann geti tælt landa sinn Cristiano Ronaldo til Manchester United.

Ronaldo er sagður vera óánægður í Madrid og að hann vilji snúa aftur í úrvalsdeildina, þar sem Manchester United er efst á óskalistanum.

„Eins og staðan er núna í Madrid þá ætti ég ekki að bæta olíu á eldinn,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag.

„Madrid logar. Úrslitin hafa verið slæm undanfarið og þetta er félag sem ég var hjá í þrjú ár og ber taugar til, ég vil ekki bæta á eldinn.“

Real datt út úr spænsku bikarkeppninni í vikunni og er 19 stigum á eftir Barcelona í La Liga deildinni.

„Cristiano er leikmaður sem allir stjórar og öll félög vilja fá en hann getur bara verið á einum stað. Sá staður er Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×