Enski boltinn

Sánchez gæti komið við sögu í bikarnum annað kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexis Sánchez fær líklega sínar fyrstu mínútur í búningi United annað kvöld.
Alexis Sánchez fær líklega sínar fyrstu mínútur í búningi United annað kvöld. vísir/getty
Alexis Sánchez gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United annað kvöld en hann verður í leikmannahópi liðsins þegar að það heimsækir Yeovil í 32 liða úrslitum enska bikarsins.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Man. Utd, staðfesti þetta á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn í dag en Sánchez gekk í raðir United frá Arsenal í skiptum fyrir Armenann Henrikh Mkhitaryan fyrr í vikunni.

Yeovil er í 21. sæti D-deildarinnar en það hafnaði í 20. sæti á síðustu leiktíð. Eðlilega er því búist við öruggum sigri Manchester United sem lagði Derby í þriðju umferð bikarsins.

Fyrsti deildarleikur Alexis Sánchez verður svo væntanlega aðra helgi að United heimsækir Tottenham á Wembley en leikurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×