Enski boltinn

Neville biðst afsökunar á umdeildum tístum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrsti sólarhringurinn í nýju starfi hefur verið erfiður fyrir Neville.
Fyrsti sólarhringurinn í nýju starfi hefur verið erfiður fyrir Neville. vísir/getty
Hinn nýráðni þjálfari enska kvennalandsliðsins, Phil Neville, steig fram í dag og baðst afsökunar á niðrandi tístum um konur.

Neville var í gær ráðinn þjálfari liðsins þó svo hann hefði enga þjálfarareynslu og hefði þess utan ekki einu sinni sóst eftir starfinu.

Hann var ekki búinn að vera í starfinu í marga klukkutíma er búið var að rifja upp umdeild tíst hans um konur. Þar talaði hann niður til kvenna. Neville brást við með því að hætta á Twitter.

„Varðandi skrif mín fyrir nokkrum árum síðan þá vil ég taka fram að þau eru ekki í takt við minn karakter og það sem ég trúi á. Ég vil biðjast afsökunar á þessum skrifum,“ sagði Neville.

„Ég er meðvitaður um ábyrgð mína í nýja starfinu og er mjög stoltur yfir því að hafa fengið þetta tækifæri.“

Ráðning hans er mjög umdeild og hefði verið það þó svo þetta Twitter-mál hefði ekki komið upp. Enska knattspyrnusambandið vissi af þessum tístum áður en það ákvað að ráða Neville.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×