Enski boltinn

Wenger hefur áhyggjur af sjálfstrausti Mkhitaryan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hefur áhyggjur af sjálfstrausti Henrikhs Mkhitaryan eftir dapra daga á Old Trafford.

Armeninn gekk í raðir Arsenal á dögunum í sléttum skiptum fyrir Alexis Sánchez en Mkhitaryan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann komst aldrei almennilega í gang á sínu hálfu öðru ári sem leikmaður Manchester United.

„Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta hafi áhrif á hann. Þetta er samt nýtt tækifæri fyrir hann. Það sem maður vill í lífinu er annað tækifæri og ég er viss um að hann mun nýta sér það,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn gegn Chelsea í deildabikarnum sem fram fer í kvöld.

Mkhitaryan má ekki spila á móti Chelsea í kvöld þegar að fram líða stundir mun hann fá að vera í uppáhaldsstöðunni sinni inn á miðjunni.

„Hann getur spilað mismunandi stöður. Ég lít á hann fyrst og fremst sem kantmann en ég er að hugsa um að spila honum á miðjunni. Kannski ekki bara sem tíu heldur mögulega aftar á vellinum,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Sanchez: Draumi líkast að vera kominn til United

Alexis Sanchez ljóstraði því upp í dag að hann hafi verið nálægt því að ganga í raðir Manchester United þegar Sir Alex Ferguson var við stjórnvöllinn. Hann gekk til liðs við félagið í dag, sem að eigin sögn er það stærsta á Englandi.

Leikmannaskiptin sem allir eru að tala um

Alexis Sánchez er á förum frá Arsenal til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Skiptin virðast henta báðum liðum ágætlega. Stuðningsmenn United vonast til að Sánchez valdi treyjunúmerinu sjö sem margar hetjur hafa haft á bakinu. Mkhitaryan byrjaði vel í vetur, gaf svo eftir en ætti að finna fjölina sína hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×