Bournemouth flengdi Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bournemouth gengur ágætlega gegn toppliðunum þetta tímabilið, vann fyrsta deildarsigur sinn í sögunni á Arsenal og skelltu Chelsea á Brúnni
Bournemouth gengur ágætlega gegn toppliðunum þetta tímabilið, vann fyrsta deildarsigur sinn í sögunni á Arsenal og skelltu Chelsea á Brúnni vísir/getty
Englandsmeistararnir í Chelsea fengu flengingu á heimavelli frá Eddie Howe og hans mönnum í Bournemouth.

Hvorugt lið náði að skora í fyrri hálfleik en þrjú mörk frá Bournemouth á tæpum tuttugu mínútna kafla í seinni hálfleik kláraði leikinn.

Callum Wilson kom gestunum yfir á 51. mínútu eftir samspil við Jordon Ibe. Junior Stanislas tvöfaldaði svo forystuna á 64. mínútu.

Fyrrum Chelsea maðurinn Nathan Ake veitti svo rothöggið aðeins þremur mínútum síðar þegar hann skoraði eftir að varnarmenn Chelsea hreinsuðu ekki almennilega eftir hornspyrnu og boltinn datt fyrir Ake í teignum.

Ef horft er til tölfræðinnar átti Chelsea þó skilið að vinna þennan leik, með 21 skot á móti 11 frá Bournemouth og 65 prósent með boltann. Það er hins vegar ekki spurt út í tölfræðina, varnarleikur Chelsea var oft á tíðum lélegur í dag og áttu leikmenn Bournemouth skilið að skora mark.

Þetta var fyrsti útisigur Bournemouth í síðustu sjö leikjum þeirra og jafnframt stærsta tap Chelsea á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira