Enski boltinn

Aubameyang kominn til Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd sem gleður stuðningsmenn Arsenal.
Mynd sem gleður stuðningsmenn Arsenal. arsenal
Dortmund staðfesti nú í morgun að félagið væri búið að selja framherjann Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal.

Hann fór í læknisskoðun hjá Arsenal í morgun og þar sem Dortmund er að fá Michy Batshuayi að láni frá Chelsea þá var félagið til í að selja sinn mann til Arsenal.

Aubameyang er sagður hafa kostað Arsenal 60 milljónir punda. Það verða að teljast afar góð kaup hjá Arsenal miðað við hvernig markaðurinn er orðinn. Það er ekki langt síðan Aubameyang var orðaður við Real Madrid fyrir allt að 150 milljónir punda.

Aubameyang kemur frá Gabon en er fæddur í Frakklandi. Hann hefur skoraði 23 mörk í 56 landsleikjum fyrir Gabon.

Hann hefur spilað með Dortmund síðan 2013 og skorað 98 mörk í 144 leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×