Enski boltinn

Eyðslumetið fallið á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Laporte í leik með Athletic Bilbao.
Laporte í leik með Athletic Bilbao. vísir/getty
Kaup Man. City á franska varnarmanninum Aymeric Laporte í gær voru söguleg að mörgu leyti og ekki síst fyrir þær sakir að eyðslumet ensku liðanna í janúarmánuði var slegið með þessum kaupum.

City greiddi 57 milljónir punda fyrir varnarmanninn sem hefur ekki enn spilað landsleik fyrir Frakka. Hann er dýrasti leikmaðurinn sögu félagsins. City er nú búið að eyða 215 milljónum punda í varnarmenn frá því í sumar.

Ensku liðin eru aftur á móti búin að kaupa leikmenn fyrir 252 milljónir punda í janúarglugganum sem er sögulega mikil eyðsla. Metið var 225 milljónir punda og hafði staðið frá árinu 2011.

Í dag er svo lokadagur félagaskiptagluggans og því gæti allt eins farið svo að ensku liðin brjóti 300 milljón punda múrinn. Ef Pierre-Emerick Aubameyang fer til Arsenal þá eru ensku liðin komin yfir 300 milljónir punda í kaupum í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×