Swansea komst upp úr fallsæti með sigri á Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sam Clucas var hetja Swansea í kvöld
Sam Clucas var hetja Swansea í kvöld Vísir/Getty
Swansea lyfti sér af botnsætinu í ensku úrvalsdeildinni með tveggja marka sigri á Arsenal á heimavelli í kvöld.

Nacho Monreal kom Arsenal yfir eftir hálftíma leik en Sam Clucas jafnaði aðeins mínútu seinna og liðin gengu jöfn til búningsherbergja.

Petr Cech gerði sig svo sekann um dýrkeypt mistök þegar hann gaf Jordan Ayew boltann á 61. mínútu og sá síðarnefndi skoraði auðveldlega og kom Swansea yfir.

Clucas bætti svo öðru marki sínu við og þriðja marki Swansea á 86. mínutu. Lokatölur 3-1 fyrir Swansea. Þetta var annar sigur Carlos Carvalhal í röð og Swansea fer ekki aðeins af botninum, heldur upp úr fallsæti og í 17. sætið.

West Ham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnaslag.

Christian Benteke kom Palace yfir á 24. mínútu leiksins en Mark Noble jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu eftir að James Tomkins braut á Chicharito innan vítateigs.

Bæði lið eru um miðja deild, en mega þó ekki misstíga sig um of því pakkinn í neðri hluta deildarinnar er mjög þéttur og stutt á botninn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira