Innlent

Sátu föst í bílum á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitir kunna að hafa þurft að aðstoða fólk víðar, en stundum fara beiðnir um aðstoð ekki boðleliðina í gegnum lögreglu eða Neyðarlínu, og eru því ekki skráðar í þeim kerfum.
Björgunarsveitir kunna að hafa þurft að aðstoða fólk víðar, en stundum fara beiðnir um aðstoð ekki boðleliðina í gegnum lögreglu eða Neyðarlínu, og eru því ekki skráðar í þeim kerfum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar þurftu í gærkvöldi og í nótt að aðstoða fólk í föstum bílum á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Á síðari heiðinni höfðu flutningabílar meðal annars lent í vandræðum, en engin slasaðist.

Björgunarsveitir kunna að hafa þurft að aðstoða fólk víðar, en stundum fara beiðnir um aðstoð ekki boðleliðina í gegnum lögreglu eða Neyðarlínu, og eru því ekki skráðar í þeim kerfum. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu um allt land vegna slæmrar veðurspár um helgina.

Vegir urðu víða ófærir í gærkvöldi, til dæmis fjallvegir á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra var víað orðin þæfings færð og svo var blint , eins og til dæmis í Borgarfirði,  bæði vegna snjókomu og skafrennings. Þá var óvissuástandi var lýst í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

Enn er viðsjárvert ferðaveður því spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi norðvestanlands í dag, en svo á að draga úr vindi og úrkomu upp úr hádegi. Svo fer að ganga í storm með snókomu syðst á landinu í kvöld og afleit spá er fyrir morgundaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×