Innlent

Sorphirða degi á eftir áætlun vegna fannfergis

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðgengi að sorpgeymslum getur verið vandasamt við aðstæður eins og nú eru í borginni.
Aðgengi að sorpgeymslum getur verið vandasamt við aðstæður eins og nú eru í borginni. Reykjavíkurborg
Yfirvöld sorphirðumála í Reykjavík hvetja íbúa í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi til að moka snjó og hálkuverja til að greiða götu starfsfólk sorphirðunnar. Sorphirða er degi á eftir áætlun í borginni vegna aðstæðna og verður henni haldið áfram fram á laugardag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að vandasamt geti verið að komast að sorptunnum í tíðarfari sem þessu. Stundum séu sorpgeymslur í kjöllurum og inni í görðum. Borgarbúar eru því beðnir um að kanna aðstæður og fylgjast með losun samkvæmt sorphirðudagatalinu. Þá er bent á að gott sé að athuga með lýsingu við sorpgeymslur og skýli.

Blandaður heimilisúrgangur er sóttur þessa vikuna í Árbæ, Grafarholti og í Grafarvogi en pappír og plast í Vesturbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×