Fótbolti

Koeman að taka við Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman þegar hann stýrði Everton.
Koeman þegar hann stýrði Everton. vísir/getty
Ronald Koeman, fyrrverandi stjóri Everton, verður tilkynntur sem þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunar.

Þessi 54 ára gamli þjálfari hefur verið án starfs síðan að hann var rekinn frá Everton í október eftir að Everton hafi sogast ofan í faldrauginn.

Hollendingar eru þjálfaralausir eftir að Dick Advocaat sagði starfi sínu lausu eftir að liðinu tókst ekki að tryggja sig inn á HM í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður á meðal liða.

Það hafa verið tíð þjálfaraskipti hjá Hollendingum undanfarin ár, en taki Koeman við liðinu verður hann fjórði þjálfarinn síðan að Louis van Gaal hætti eftir HM 2014.

Koeman þekkir hvern krók og kima í Hollandi enda fæddur þar í landi. Hann lék 78 landsleiki og skoraði í þeim fjórtán mörk, en einnig var hann aðstoðarþjálfari Guus Hiddink á HM 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×