Fótbolti

Hjörtur og félagar í undanúrslit danska bikarsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Bröndby er komið í undanúrslit danska bikarsins eftir 1-0 sigur á Kaupmannahöfn á Parken vellinum í höfuðborg Danmerkur í dag en í undanúrslitum mæta þeir SonderjyskE.

Hjörtur byrjaði leikinn í miðri vörn Bröndby og fékk gult spjald á 21. mínútu leiksins. Pólski framherjinn Kamil Wilczek kom Bröndby yfir skömmu  síðar og leiddu gestirnir í hálfleik.

Reyndist það vera eina mark leiksins en með sigrinum náði Bröndby að hefna fyrir tapið þegar þessi lið mættust í úrslitum bikarsins á síðasta ári.

Bröndby sem hefur fagnað bikarmeistaratitlinum sex sinnum í sögu félagsins hefur ekki unnið danska bikarinn í tíu ár en fær tækifæri til að komast í úrslitaleikinn takist þeim að vinna SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×