Enski boltinn

Sjáðu jöfnunarmark Jóa Berg, stórskotasýningu Arsenal og öll önnur mörk gærdagsins | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann eltist við Sterling í leiknum í gær.
Jóhann eltist við Sterling í leiknum í gær. Vísir/getty
Jöfnunarmark Jóhanns Bergs Guðmundssonar þýddi að Burnley varð aðeins þriðja liðið til að taka stig gegn Manchester City í 1-1 jafntefli liðanna í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en alls fóru sjö leikir fram í gær.

Danilo kom gestunum yfir snemma leiks með stórbrotnu marki en Jóhann Berg svaraði um hæl með öðru marki sínu á tímabilinu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.

Manchester United nýtti sér töpuð stig nágranna sinna til að minnka bilið á milli niður í þrettán stig á ný með 2-0 sigri gegn Huddersfield þar sem Alexis Sanchez skoraði fyrsta mark sitt í treyju Manchester United.

Þá buðu Skytturnar upp á sýningu þegar Everton mætti á Emirates-völlinn en með Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey í banastuði unnu Arsenal 5-1 sigur þar sem Mkhitaryan lagði upp þrjú og Ramsey skoraði þrjú.

Þá eru Swansea og Bournemouth bæði á fínni rispu þessa dagana en Dýrlingarnir unnu mikilvægan sigur á West Brom 3-2 og lyftu sér upp úr fallsæti í bili.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörk gærdagsins.

Uppgjör gærdagsins:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×