Enski boltinn

Enginn hjá Burnley komið að fleiri mörkum en Jóhann Berg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann í leiknum gegn Manchester City í dag.
Jóhann í leiknum gegn Manchester City í dag. Vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson bjargaði stigi fyrir Burnley gegn toppliði Manchester City í 1-1 jafntefli á Turf Moor fyrr í dag en þetta var annað mark hans á tímabilinu.

Hafa bæði mörk hans komið á heimavelli, það fyrra gegn Liverpool í 1-2 tapi en í dag bjargaði mark hans stigi fyrir lærisveina Sean Dyche.

Þar að auki hefur hann lagt upp fimm mörk á öðru tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hann því komið að sjö mörkum í vetur en enginn leikmaður Burnley hefur komið að fleiri mörkum.

Frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Jóhann virðist vera í sínu besta formi stuttu fyrir HM í liði sem er óvænt að berjast í efri hluta deildarinnar.

Fyrirliði landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, virtist vera að fylgjast með leiknum en hann var helsáttur með mark Jóhanns eins og sjá má í tísti kappans hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×