Fótbolti

Bæjarar með 18 stiga forystu á toppi Bundesligunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ribery, til vinstri, var á skotskónum í dag.
Ribery, til vinstri, var á skotskónum í dag. vísir/getty
Keppni um þýska meistararatitilinn í fótbolta er nánast lokið þó enn séu þrettán umferðir eftir af mótinu þar sem Bayern Munchen er með algjöra yfirburðastöðu á toppi deildarinnar.

Bæjurum urðu ekki á nein mistök þegar þeir heimsóttu Mainz í dag og unnu 0-2 sigur. Franck Ribery kom Bayern yfir eftir rúmlega hálftíma leik og James Rodriguez skoraði annað markið skömmu fyrir leikhlé. Fleiri urðu mörkin ekki.

Bayer Leverkusen er í 2.sæti deildarinnar en þeir gerðu markalaust jafntefli við Freiburg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×