Fótbolti

Guðjón lagði upp mark í útisigri Kerala Blasters

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför.
Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför. vísir/stefán
Guðjón Baldvinsson og félagar í Kerala Blasters unnu góðan 2-1 útisigur á Pune í indversku úrvalsdeildinni í dag. Pune var fjórum sætum fyrir ofan liðið í töflunni.

Sigurmarkið hjá Kerala Blasters kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Kerala Blasters er nú búið að vinna báða leikina sem Guðjón hefur spilað.

Guðjón kom inná sem varamaður eins og í fyrsta leiknum sem Kerala Blasters vann líka 2-1. Hann hefur í báðum leikjunum komið inná völlinn í jafnri stöðu og hjálpað til að landa sigri.

Guðjón var sendur inn á völlinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Jackichand Singh á 58. mínútu.

Þannig var staðan þar til að víti var dæmt á Kerala Blaster á 78. mínútu. Alfaro tók spyrnuna sjálfur og jafnaði metin í 1-1.

Það stefndi allt í jafntefli þar til að C.K. Vineeth skoraði sigurmarkið með langskoti á þriðju mínútu í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×