Fótbolti

Forseti FIFA hefur miklar áhyggjur af umboðsmönnunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino og Cristiano Ronaldo.
Gianni Infantino og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Gianni Infantino, forseti FIFA, segist hafa miklar áhyggjur af öllum peningunum sem streyma út úr fótboltanum en umboðsmenn fótboltamanna taka alltaf til sín stærri og stærri fjárhæðir.

Enska úrvalsdeildin eyddi 430 milljónum punda í leikmenn í janúarglugganum þar á meðal 150 milljónum punda á lokadeginum.

Keppnistímabilið 2016-17 fengu umboðsmenn fótboltamanna alls 174 milljónir punda í laun vegna félagsskipta sinna leikmanna.

„Við verðum að taka á þessu og öll tjöld verða vera dregin frá,“ sagði Gianni Infantino í viðtali við BBC.





 „Ég hef miklar áhyggjur af þeim gríðarlega miklu peningum sem flæða út úr fótboltanum. Tekjur umboðsmanna halda alltaf áfram að hækka en á sama tíma hafa félögin, sem ólu fótboltamennina upp, alltaf minna og minna upp úr krafsinu,“ sagði Infantino.

Hann vill líka koma í veg fyrir að kaup og sölur fari fram í bakherbegjum eða í einhverjum feluleik.

„Stóru millifærslurnar fara oftar en ekki á milli manna á bak við tjöldin sem kallar á efasemdir og vekja spurningar um mögulega misnotkun á fjármunum,“ sagði Infantino.

Forsetinn vill að taka allt félagsskiptaferli til gagngerar endurskoðunar með það markmið að allt verði upp á borðinu. Hlutir eins og bónusgreiðslur leikmanna eða laun umboðsmanna verði sem dæmi ekkert leyndarmál í framtíðinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×