Enski boltinn

Reyndu við 15-20 leikmenn og völdu efnilegan Íslending

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Ljubicic.
Stefán Ljubicic. Heimasíða Brighton & Hove Albion
Íslenski framherjinn Stefán Ljubicic fór á milli liða á lokadögum félagsskiptagluggans en þessi átján ára strákur var þó ekki seldur.

Brighton & Hove Albion lánaði unglingalandsliðsmanninn til Bognor Regis Town og er lánsamningurinn út þetta tímabil.

„Við vonum að þetta gangi upp hjá okkur. Við vorum búnir að fara í gegnum á milli fimmtán til tuttugu möguleika í leit okkar að framherja en flestir þeirra vildu ekki koma og spila með okkur,“ sagði Jack Pearce, knattspyrnustjóri Bognor Regis Town í viðtali við bognor.co.uk.

„Við höfum verið að ræða við Millwall, Colchester, Boreham Wood og allskonar félög og þetta hefur verið erfitt,“ sagði Pearce.

„Stefán hefur spilað fjórtán sinnum fyrir íslensku unglingalandsliðin og skorað sjö mörk. Hann er 193 sentímetrar á hæð og er einmitt sá leikmaður sem þetta félag hefur verið að leita að svo lengi,“ sagði Pearce. Hann er þó eitthvað að rugla með tölfræði stráksins í landsleikjum.

Stefán Ljubicic hefur skoraði 4 mörk í 13 leikjum með íslensku unglingalandsliðunum þar af 3 mörk í 5 leikjum með 19 ára landsliðinu.

Stefán Alexander Ljubicic skoraði 4 mörk í 9 leikjum með átján ára liði Brighton á þessu tímabili en mörkin hans komu á móti Arsenal (1), Aston Villa (2) og Tottenham (1).

Þetta er annað tímabil Stefáns hjá Brighton & Hove Albion en hann kom þangað frá Keflavík í júlí 2016. Stefán er sonur Zoran Daníels Ljubicic.

Bognor Regis Town er 135 ára gamalt félag á suðurströndinni en það spilar þessa stundina í F-deild enska fólboltans sem heitir National League South.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×