Enski boltinn

Ekkert félag eyddi meira í einn leikmann í janúar en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið í fyrsta leik en síðan hefur farið minna fyrir honum.
Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið í fyrsta leik en síðan hefur farið minna fyrir honum. Vísir/Getty
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool voru að kvarta yfir því að þeirra félag hafi tekið sér „frí“ á lokadögum félagsskiptagluggans.

Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp keypti engan leikmann síðustu vikurnar í janúar á meðan margir samkeppnisaðilar voru að styrkja sig fyrir seinni hluta tímabilsins.

Liverpool lét nokkra leikmenn fara frá sér á láni en Klopp ætlar að standa og falla með leikmannahópnum sínum í baráttunni í ensku deildinni og Meistaradeildinni.





Klopp taldi ekki ástæðu að styrkja liðið þrátt fyirr að selja sinn besta leikmann, Philippe Coutinho, fyrir meira en hundrað milljónir punda til Barcelona. Barcelona gæti þurft að borga á endanum 142 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn.

Það var hinsvegar Liverpool sem eyddi mest í einn leikmann í janúarglugganum og sú kaup komu strax á fyrsta degi þegar félagið borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk.

Á listanum eru líka leikmannskipi Arsenal og Manchester United á þeim Alexis Sánchez og Henrikh Mkhitaryan en þau eru metin á 36 milljónir punda fyrir hvorn leikmann.

Dýrustu leikmenn ensku félaganna í janúarglugganum

1. Virgil van Dijk, Southampton til Liverpool - 75 milljónir punda

2. Pierre-Emerick Aubameyang, Borussia Dortmund til Arsenal - 60 milljónir punda

3. Aymeric Laporte, Athletic Bilbao til Man City - 57 milljónir punda

4. Alexis Sánchez, Arsenal til Man United - 36 milljónir punda (Virði leikmannaskipta)

4. Henrikh Mkhitaryan, Man United til Arsenal - 36 milljónir punda (Virði leikmannaskipta)

6. Cenk Tosun, Besiktas til Everton - 27 milljónir punda

7. Lucas Moura, PSG til Tottenham - 25 milljónir punda

8. Adrien Silva, Sporting til Leicester City - 22 milljónir punda

9. Theo Walcott, Arsenal til Everton - 20 milljónir punda

10. Guido Carrillo, Mónakó til Southampton - 19 milljónir punda

11. Emerson Palmieri, Roma til Chelsea - 17,6 milljónir punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×