Innlent

Pieta samtökin setja upp öryggismyndavélar vegna skemmdarverka

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eins og sjá má á myndinni neðst í fréttinni var búið að krota utan á Pieta-húsið á Baldursgötu.
Eins og sjá má á myndinni neðst í fréttinni var búið að krota utan á Pieta-húsið á Baldursgötu. Vísir/Getty
„Hvað er að fólki sem skemmir, algjörlega að ástæðulausu?“ spurði Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta Ísland samtakanna í færslu á Facebook. Ástæðan er veggjakrot utan á Pieta-húsinu sem nýlega var opnað.

PIETA Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Í Pieta-húsið á Baldursgötu geta einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda og aðstandendur geta leitað aðstoðar, án endurgjalds.

„Fjöldi fólks leggur ýmislegt gott af mörkum, bætir, fegrar, lagar og skapar svo húsnæði Píeta samtakanna verði huggulegt og fólki í vanda líði vel þegar það kemur á Baldursgötu að leita sér hjálpar. En svo þurfa einhverjir asnar að krota og subba út húsið. Til hvers? Hvað fá krotarar út úr þessu?“ skrifaði Sirrý í færslunni.

Skömmu síðar var tilkynnt á Facebook síðu Pieta Ísland samtakanna að það ætti að setja upp öryggismyndavélar við húsið.






Tengdar fréttir

Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæð

Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Hann stóð við stóru orðin og skrifað var undir styrktarsamning í dag sem stjórnarmaður segir vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×