Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Menntamálastofnun íhugar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem sér um framkvæmd samræmdra prófa. Fresta þurfti prófi í annað sinn í morgun vegna tæknilegra vandamála. Að þessu sinni í ensku. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um fyrirhugaðan fund Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jung-un leiðtoga Norður-Kóreu en fulltrúar annarra ríkja telja fundinn jákvætt skref til að tryggja frið á Kóreuskaga.

Þá fjöllum við um nýja hönnun vegar um Teigskóg en gert er ráð fyrir að mun minna skóglendi skerðist vegna vegarins en í eldri hönnun og þá verða brýr yfir firði stærri.

Við ræðum líka við unga konu sem vakið hefur athygli fyrir fyrirlestra um markaðsmál í Hörpu en hún hefur tryggt sér fjármögnun fyrir fimm líkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum þar sem áherslan verður á heilann og hugarþjálfum.

Við kíkjum líka á fyrsta alþjóðlega slembiskákmótið sem fram fór í Hörpu í dag en á meðal keppenda voru undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×