Erlent

Hjón og dóttir særð eftir hnífaárás í Vín

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Minnst þrír meðlimir sömu fjölskyldunnar eru særðir eftir hnífaárás í Vín í Austurríki. Lögreglan segir mann hafa ráðist á hjón og fullorðna dóttir þeirra í miðbæ Vínar og mögulega hafi hann ráðist á annan aðila skammt þar frá. Lögregla leitar nú árásarmannsins.

Fórnarlömbin þrjú eru sögð í mis slæmu ástandi og einhverjir eru í lífshættu. Maður frá Téténíu var særður alvarlega í hinni árásinni og hefur maður frá Afganistan verið handtekinn hennar vegna. Ekki liggur fyrir hvort að sami maðurinn hafi framið báðar árásirnar.

Vitni sem AP ræddi við segist hafa í fyrstu talið að maður væri að berja hund sinn þegar hann sá árásina í um hundrað metra fjarlægð. Honum hafi þó orðið ljóst að hann væri að stinga einhvern.



Vitni sem CNN ræddi við sagði fjölda lögregluþjóna vera á vettvangi og að verið væri að leita að árásarmanninum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×