Erlent

Handtóku ökumann sem reyndi að keyra á hóp hermanna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ekki er vitað hvort um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er vitað hvort um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/EPA
Franska lögreglan hefur handtekið ökumanns sem reyndi að keyra á hóp hermanna nálægt herstöð í suðurhluta Frakkland í morgun. Ekki er vitað hvort um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en hermennirnir náðu að kasta sér ofan í nærliggjandi skurð og sluppu ómeiddir. Maðurinn var handtekinn í borginni Grenoble skömmu síðar

Ökumaðurinn ók strax af vettvangi og hóf lögregla eftirför í kjölfarið, hann var á stolnum bíl.  Samkvæmt frétt BBC kallaði maðurinn eitthvað á arabísku til hermannanna fyrir árásina. Hermennirnir voru saman á hlaupaæfingu. Grunur leikur á að kona hafi hugsanlega verið með ökumanninum í bílnum.

Fjórir létu lífið í hryðjuverkaárás í suður Frakklandi í síðustu viku þegar byssumaður hóf skothríð  nálægt borginni Carcassonne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×