Enski boltinn

Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley á tímabilinu.
Jóhann Berg í leik með Burnley á tímabilinu. vísir/afp
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmananhópi Burnley sem mætir WBA í dag vegna meiðsla en vefsíðan 433.is greinir frá þessu.

Jóhann Berg fór af velli í leik Íslands gegn Perú á þriðjudaginn vegna meiðsla á kálfa. Þau meiðsli voru einnig að hrjá Jóhann á æfingu í gær og því spilar hann ekki í dag.

Meiðslin eru þó ekki talinn alvarleg og á Jóhann að vera kominn á völlinn fyrr en síðar. Það eru góð tíðindi bæði fyrir Burnley og íslenska landsliðið í knattspyrnu sem má lítið við fleiri meiðslum fyrir HM í sumar.

Jóhann Berg er í sautjánda sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í úrvalsdeildinni en hann hefur lagt upp sex af mörkum Burnley. Hann hefur leikið afar vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×