Enski boltinn

Lingard þakkar Mourinho: „Besta tímabil mitt á ferlinum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard og Mourinho ræða saman.
Lingard og Mourinho ræða saman. vísir/afp
Jesse Lingard, framherji Manchester United og enska landsliðsins, segir að hann sé að eiga sitt besta tímabil á ferlinum.

Hann þakkar Jose Mourinho en Lingard tryggði meðal annars Englandi 1-0 sigur á Hollandi í síðustu viku.

„Þetta hefur verið frábær vika. Þetta tímabil hefur verið mitt besta. Mörkin hjálpa og eitthvað hefur smollið á tímabilinu. Ég verð að halda áfram og sjá hvað gerist í sumar.”

„Ég verð að ná að halda út allt tímabilið, gera vel fyrir félag mitt og afreka eitthvað fyrir Manchester United,” segir Lingard sem hrósar Jose Mourinho:

„Hann hefur gefið mér sjálfstraust með að gefa mér hlutverk í þeirri stöðu sem ég vil spila í, númer tíu. Ég get bara þakkað honum fyrir það. Það er gott að ég get þakkað honum fyrir með að skora mörk og hjálpa liðinu.”

United mætir Swansea klukkan 14.00 en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir landsleikjafrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×