Erlent

Schwarzenegger í neyðaraðgerð á hjarta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. Vísir/Getty
Framkvæma þurfti neyðaraðgerð á hjarta bandaríska leikarans og stjórnmálamannsins Arnold Schwarzenegger, eftir að vandræði komu upp í lokuskiptaaðgerð.

Bandaríski fjölmiðillinn TMZ greindi fyrst frá og hafði eftir heimilarmönnum sem tengjast Schwarzenegger.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Scharzenegger segir að upprunalega aðgerðin hafi verið framkvæmd til að skipta um hjartaloku, sem sett var í leikarann árið 1997. Þar segir að læknar hafi verið undirbúnir undir að sú aðgerð myndi ekki ganga upp og var teymi tilbúið að grípa inn í ef svo yrði.

Eru læknar sagðir hafa þurft að grípa inn í og framkvæma opna hjartaðgerð á hinum sjötuga leikara. Tók aðgerðin nokkrar

klukkustundir og er ástand hans sagt stöðugt.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×