Erlent

115 deyja á dag úr ofneyslu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jerome Adams, landlæknir Bandaríkjanna
Jerome Adams, landlæknir Bandaríkjanna Vísir/AFP
Landlæknir Bandaríkjanna, Jerome Adams, hvetur fleiri Bandaríkjamenn til þess að hafa naloxone lyf með sér. Naloxone er lyf í úðaformi sem gefið er í neyðartilvikum þegar fólk hefur tekið of stóran skammt af morfíni og öðrum ópíóðskyldum lyfjum. 

Á hverjum degi deyja 115 Bandríkjamenn úr of stórum skammti ópíóða segir í frétt BBC um málið. Faraldurinn dregur nú fleiri til dauða en HIV veiran gerði þegar útbreiðsla hennar var sem mest. Meira en 250.000 manns hafa dáið úr of stórum skammti undanfarin áratug.

Adams segir að það sé kominn tími til að ganga úr skugga um að fleiri hafi aðgang að þessum lyfjum þar sem mikill meirihluta dauðsfalla vegna ofneyslu þar sem læknar séu ekki nærri eins og á heimilum fólks.

Ljósmyndari Time, James Nachtwey, gerði ítarlega myndaseríu um þennan faraldur sem birtist í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×