Erlent

Rekin fyrir að senda Trump fingurinn og höfðar nú mál

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Juli Briskman náðist á mynd þegar hún sendi Donald Trump forsetanum sínum skýr skilaboð.
Juli Briskman náðist á mynd þegar hún sendi Donald Trump forsetanum sínum skýr skilaboð. Facebook/Juli Briskman
Juli Briskman hefur ákveðið að fara í mál við fyrrverandi atvinnuveitanda sinn. Briskman var rekin í nóvember á síðasta ári eftir að ljósmynd af henni náðist þar sem hún gaf bílalest Bandaríkjaforseta fingurinn. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Í lögsókn Briskman segir að Bandaríkjamenn eigi ekki að vera neyddir til þess að velja á milli skoðana sinna og launa. Lögfræðingar Briskman halda því fram að réttur hennar til málfrelsis hafi verið brotin með brottvikningu hennar. 

Juli Briskman var í hjólaferð í október 2017 í úthverfum Washington DC þegar bílalest forsetans keyrði fram hjá henni. Briskman er fimmtug og tveggja barna móðir en hún var ekki meðvituð um að einhver hefði tekið myndina fyrr en hún hafði birst á netinu. Í yfirlýsingu Briskman sem fylgir lögsókninni segir að hún hafi aldrei búist við því að kveðja hennar til forsetans myndi kosta hana starfið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×