Fótbolti

Zlatan skildi tíu milljarða eftir á borðinu í Kína: „Það snýst ekki allt um peninga“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan er strax byrjaður að slá í gegn.
Zlatan er strax byrjaður að slá í gegn. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic sló í gegn í sínum fyrsta leik fyrir LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni um síðustu með tveimur mörkum, annað þeirra var magnað og hitt tryggði sigurinn.

Það kom kannski ekki mörgum á óvart að Zlatan endaði í Bandaríkjunum þar sem orðrómur um það hafði verið í gangi í svolítinn tíma, en það kom á óvart þegar fréttir bárust af samningnum sem hann hafnaði í Kína.

Zlatan bauðst 100 milljóna dollara samningur þar en tók í staðinn tveggja ára samningi hjá Galaxy sem tryggir honum „aðeins“ þrjár milljónir dollara. Hann skildi því eftir 97 milljónir dollara á borðinu í Kína eða um tíu milljarða króna. Af hverju?





„Þetta er stór áskorun fyrir mig. Mig langaði að koma til bandaríkjanna, spila fyrir Galaxy og sýna öllum hvers ég er megnugur. Það snýst ekki allt um peninga,“ sagði Zlatan í myndveri ESPN.

„Ég vissi ekki einu sinni hvað ég fengi mikið borgað hérna. Ég sagði öllum bara að undirbúa sig fyrir komu mína. Ég held að öllum hjá Galaxy hafi brugðið þegar að ég valdi að koma hingað.“

„Ég leg mig alltaf allan fram þegar að ég reima á mig takkaskóna. Treystið mér, það verður ekki metið til fjár að fara í skóna, lykta af grasinu og gera það sem ég hef verið að gera undanfarin 20 ár,“ sagði Zlatan Ibrahimovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×