Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Vík

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á svæðinu um klukkan níu og var hún notuð til að flytja einn aðila á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á svæðinu um klukkan níu og var hún notuð til að flytja einn aðila á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Alvarlegt umferðarslys átti sér stað við Höfðabrekku rétt austan við Vík nú í kvöld. Bíll fór útaf þjóðveginum og valt með þeim afleiðingum að þrír slösuðust þar af einn mjög alvarlega. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á svæðinu um klukkan níu og var hún notuð til að flytja einn aðila á Landspítalann í Fossvogi. Hinir voru fluttir með sjúkrabílum.

Umferð gengur hægt þar sem slysið varð og hafa myndast langar bílaraðir á svæðinu.

Uppfært 21:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×