Erlent

Grunur um tvöfalt morð í íbúð í Lundi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sænska lögreglan fer með rannsókn málsins.
Sænska lögreglan fer með rannsókn málsins. vísir/getty
Tvær manneskjur, karl og kona, fundust látin í íbúð í Lundi í Svíþjóð síðdegis í gær og er talið að þeim hafi verið ráðinn bani. Enn er óljóst um málavöxtu og hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en fólkið fannst á fjórða tímanum í gær.

Það voru ættingjar fólksins sem létu lögreglu vita en á vef sænska ríkissjónvarpsins, SVT, er haft eftir Önnu Göransson, talsmanni lögreglunnar, að lítið liggi fyrir í málinu. Enginn sé grunaður um verknaðinn eða hafi verið handtekinn.

Maðurinn og konan, sem áttu í sambandi, sáust síðast að kvöldi páskadags. Lögreglumenn munu halda rannsókn áfram í dag. Einhverjir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og stendur til að taka skýrslur af fleirum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×