Erlent

Ísrael endurskoðar flóttamannaáætlun sem kynnt var í dag

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að endurskoða samning við Sameinuðu þjóðirnar um að þúsundir afrískra flóttamanna sem dvelji nú í Tel Aviv fái hæli í vestrænum ríkjum.

Um er að ræða rúmlega 16 þúsund manns sem flestir koma frá Súdan og Erítreu. Til stóð að veita fólkinu hæli meðal annars í Kanada, Ítalíu og Þýskalandi samkvæmt fimm ára áætlun sem kynnt var í gærmorgun. Á móti hverjum flóttamanni sem fengi hæli annars staðar átti Ísrael að veita einum flóttamanni tímabundið dvalarleyfi í landinu.

Netanyahu setti þau áform þó í biðstöðu í gærkvöldi, einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti áætlunina, og verða flóttamennirnir áfram í Ísrael í bili.

Áður en samningar náðust á milli yfirvalda í Ísrael og flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna stóð til að vísa fólkinu úr landi til þriðja aðila í Afríku.

Netanyahu sagðist þurfa að endurmeta samninginn eftir að hafa heyrt sjónarmið Ísraelsmanna. Hafði hann meðal annars hlotið gagnrýni frá valdamiklum stjórnmálamönnum ísinni eigin ríkisstjórn.

Þannig sagðist Ayelet Shaked, dómsmálaráðherra Ísraels, ekki hafa heyrt af samningnum áður en hann var samþykktur fyrr í dag. Þá sagðist Miri Regev, menningarmálaráðherra landsins, hafa áhyggjur af stöðu lands og þjóðar ef flóttamönnum væri leyft að vera áfram í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×