Erlent

Segir af sér vegna eldsvoðans

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það tók 660 slökkviliðsmenn 17 klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins.
Það tók 660 slökkviliðsmenn 17 klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. vísir/epa
Aman Tuleyev hefur sagt af sér sem ríkisstjóri Kemerovo Oblev eftir eldsvoða í borginni Kemerovo þann 25. mars. Minnst 64 létust í eldsvoðanum sem kviknaði á efri hæð í verslunarmiðstöð í borginni. Meirihluti hinna látinna voru börn.

Tuleyev, em hefur verið ríkisstjóri Kemerovo Oblev frá árinu 1997, missti frænku sína í eldsvoðanum og segir að afsögn sín hafi verið það eina rétta í stöðunni. Margir höfðu búist við því að hann myndi láta af störfum í maí þegar hann fagnar 74 ára afmæli sínu.

Þúsundir mótmæltu sinnuleysi yfirvalda í Kemerovo í liðinni viku. Neyðarútgangur í verslunarmiðstöðinni voru læstir þegar eldsvoðinn átti sér stað og í ljós hefur komið að öryggisvörður slökkti á brunabjöllum þegar þær fóru í gang.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×