Enski boltinn

Wenger ræddi við forráðamenn United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger er að kveðja Arsenal í lok leiktíðarinnar.
Wenger er að kveðja Arsenal í lok leiktíðarinnar. vísir/afp
Arsene Wenger, sem er á sinni síðustu leiktíð sem stjóri Arsenal, segir að hann hafi afþakkað mörg góð boð um að þjálfa önnur lið í gegnum tíðina. Hann hitti stjórnarformann grannana í United árið 2002.

„Arsenal er ástin í lífu mínu. Ég sagði nei við mörg, mörg, mörg félög til þess að standa mig í áskoruninni þegar við vorum að byggja Emirates,” sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn United á morgun.

Árið 2002 íhugaði Sir Alex Ferguson að stíga til hliðar sem stjóri Man. Utd og var Wenger orðaður við starfið. Hann viðurkennir nú að hafa hitt Martin Edwardz, stjórnarformann United á þeim tíma, og rætt við hann.

„Ég tala við alla. Já, ég hitti Edwards. Margir komu til að hitta mig en ég var alltaf trúr félaginu. Þegar ég lít til baka átta ég á mig hversu stórkostlegt lið þeir voru með.”

„Giggs, Scholes og svo höfðu þeir unga stráka eins og Ronaldo og Rooney og þú hefur séð hvað hefur gerst við Ronaldo og Rooney það sem eftir var af ferli þeirra.”

„Van Nistelrooy var þarna líka. Allir þessir leikmenn saman - þetta var ótrúlegt lið,” en Wenger mætir United í hinsta sinn er liðin mætast á Old Trafford á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×