Enski boltinn

Moore svarar Klopp: „Afar ánægður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moore hefur byrjað vel sem stjóri WBA.
Moore hefur byrjað vel sem stjóri WBA. vísir/afp
Darren Moore, stjóri WBA, hefur svarað ummælum Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, um að jafntefli liðanna fyrr í mánuðinum hafi verið langt því frá tilgangslaust.

Klopp var heitt í hamsi eftir leikina en Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forystu og endaði leiknum með 2-2 jafntefli. Klopp reiddist spilamennsku WBA og vellinum sem spilað var á.

„Stigið var langt frá því að vera tilgangslaust. Ég er mjög ánægður með úrslitin. Klopp sagði sína skoðun og þannig er það bara,” sagði Moore og hélt áfram:

„Mér finnst hann enn vera stórkostlegur þjálfari, frábær maður og ástríðufullur í því að vinna leiki. Þetta eru hlutir sem við báðum deilum. Hans skoðun er það hvað hann sér fyrir Liverpool og ég fyrir WBA. Ég get sagt það núna að ég var afar ánægður.”

Klopp gagnrýndi einnig að WBA leggi of mikið upp úr föstum leikatriðum en Moore segir leikstílarnir séu mismunandi eins og þeir séu margir.

„Það eru margar mismunadi leiðir til þess að skora úr opnu spili eða föstum leikatriðum. Þetta er partur af leiknum og við skoruðum tvö frábær mörk úr föstum leikatriðum en auðvitað viltu einnig reyna að skora úr opnum leik.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×