Enski boltinn

„Ekki séns“ að de Gea fari í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims.
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það ekki koma til greina að selja spænska markvörðinn David de Gea í sumar.

Þetta sagði stjórinn á blaðamannafundi í dag. Spánverjinn hefur verið ítrekað orðaður við Evrópumeistara Real Madrid og var hársbreidd frá því að ganga til liðs við þá sumarið 2015. 

Slúðursögurnar segja hins vegar að Real Madrid hafi gefist upp á de Gea og vilji nú fá Belgann Thibaut Courtois frá Chelsea.

Aðspurður hvort de Gea gæti yfirgefið Manchester í sumar svaraði Mourinho einfaldlega: „Ekki séns.“

Samningur Spánverjans rennur út næsta sumar, 2019, en talið er að United muni bjóða honum nýjan fimm ára samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×